fim. 16.10.2008
Skuldabréf í FL, skárra!?
Hvurslags tilkynning er þetta. Það voru keypt Skuldabréf í skítafyrirtækjum einsog FL Group. Skiptir máli hvort fólk heldur að það var keypt í skítahlutabréfum eða skítaskuldabréfum??
Either way, þá fá þeir ekki peninginn sinn AÐ FULLU tilbaka!.Engin hlutabréf í eignasafni peningamarkaðssjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar verður það að segjast að skuldabréfin séu skárri en hlutabréfin, þó ekki sé nema örlítið.
Við gjaldþrot þá eru nær allar líkur á að hluthafar missi allt sitt þar sem þeir hafa lægsta forgang í þrotabú fyrirtækisins.
Skuldabréfahafar hafa hærri forgang.
En rétt hjá þér að þeir fá aldrei allt sitt til baka (og það langt því frá) þar sem sum fyrirtækin hér hafa farið svo mikið á hausinn að varla er neitt eftir.
Elvar Snorrason, 16.10.2008 kl. 12:58
Annars er thad nánast glaepsamlegt ad bjóda svona sparnadarleidir med litla áhaettu og svo svíkja thetta fólk sem var kannski med aevisparnad sinn thar, sagan um gömlu hjónin og 60 milljónirnar sem gufudu upp i sjodum Glitnis er daemi thar um. Thau voru m.a.s. prettud út i thetta af thjonustufulltrúa sinum til margra ára (sjálfsagt hefur hún fengid sína skipun ad ofan). Ég vona ad ríkisstjórnin reyni ad koma til móts vid thetta fólk sem treysti thessum áhaettuminnstu sjódum og voru ekki í thessari rúllettu eins og hinir, kvedja Elvar.
elvar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:23
Allir sem lögðu fé í eitthvað annað en ríkisskuldabréf eða ríkisvíxla eiga á hættu að tapa hluta fjárins eða öllu. Þeir eiga líka á hættu að græða á dæminu að því gefnu að viðkomandi sjóðir lifi framyfir úttektar- eða söludag viðkomandi fjáreiganda. Að leggja fé í annað en ríkistryggð bréf er þátttaka í fjárhættuspili og vogun vinnur, vogun tapar. Enginn segði yfir því að græða á áhættufjárfestingu í þessum sjóðum en allir fara að hágrenja af því að þeir töpuðu. Hins vegar er hreinlega glæpsamlegt af bankafólki að staðhæfa við viðskiptavini að þessir peningamarkaðssjóðir séu algjörlega tryggir og engin áhætta fylgi því að leggja fármuni í þá. Og það skiptir engu máli hvaða yfirvald innan bankans skipaði hvaða undirtyllu að fullyrða um öryggi sjóðanna, það eitt að kynna viðskiptavini áhættusjóði (hversu lítil sem áhættan er) sem örygga gróðaleið er "criminal act" eða á góðri íslensku: glæpsamlegt athæfi!
corvus corax, 16.10.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.